tisa: Það er rigning úti en það er allt í lagi, ég er inni.

laugardagur, janúar 27, 2007

Það er rigning úti en það er allt í lagi, ég er inni.

Þið hafið heyrt um hann.

Ég kynnt hann fyrir sumum ykkur.

Sum hafið séð hann, sum ekki.




Það er kannski langt síðan ég hef minnst á hann.

Ég hef reynt að útiloka hann úr hugsunum mínum.

Það gengur ekkert.



Sama hvað ég bölva honum mikið.

Sama hvað ég grátbið hann um að láta mig vera.

Hann hlustar ekki, honum er sama.



Drullusama.

Skítsama.



Það eina sem hann gerir er að angra mig daginn inn, og líka daginn út.

Það er liðið meira en ár síðan hann byrjaði á þessu.

Meira en ár!



Ég hef fengið mig fullsadda af þessu kjaftæði í honum.




Láttu mig bara vera.









Fjandans fjörfiskurinn þinn.




Tinna - Leti er lífsstíll

tisa at 16:18

0 comments